Leitarvélabestun – Fyrirlestur

Á dögunum fékk ég skemmtilegt og virkilega lærdómsríkt verkefni. Ég tók þátt í ráðstefnu á vegum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu fyrir hönd Datera – Stafræn ráðgjöf og markaðssetning á netinu. Þar talaði aðeins um mikilvægi leitarvéla fyrir vefverslanir og hvernig best er að nálgast leitarvélabestun.

Nálgast má fyrirlesturinn á ráðstefnu SVÞ hér, en hann bar heitið Vöxtur og bestun vefverslana.

Hér er smá dæmi um hvað var tekið fyrir í þessum fyrirlestri:

Undirstöðurnar fjórar

  1. Efnistök og innihald
    • að vera með hið fullkomna svar við því sem leitað er að
  2. Tæknilegir þættir (Technical SEO)
    • Hraði, aðgengismál, uppbygging og fleira
  3. Leitarvélabestun vefsvæðis (On page SEO)
    • bestun á efni, css og html
  4. Bestun utan vefs (Off page SEO)
    • Markviss söfnun verðmætra vísana inn á vefinn

Hvar er best að byrja?

  1. Gera úttekt
    • Nota þau tól sem í boði eru
  2. Skilgreina markmið
    • Hvað ætlum við að laga, og hvað þarf til
  3. Besta mikilvægasta efnið
    • Þær vörur og þjónustu sem er okkur mikilvægust
  4. Fara markvisst yfir auðveld og endurtekin atriði
    • Titlar, url, myndir, hraði, 404, schema o.fl.
  5. Gera aðra úttekt og taka stöðuna

Algengar spurningar

Ég hef fengið nokkrar spurningar eftir fyrirlesturinn, en sú helsta hefur verið um samspil milli leitarvélabestunnar og keyptrar leitarorða. “Þarf ég að besta vefinn minn ef ég get bara keypt leitarorðið?”

Það er erfitt að setja nákvæmlega puttan á hve stór hluti notenda smellir á auglýsingar eða skoðar efstu niðurstöður. Sumir erlendir sérfræðingar tala um að sá hópur sé undir 10%. Tölur úr fjölda aðganga sem ég hef stýrt sýna bæði svipaða niðurstöðu en allt upp í 50% af mjög afmörkuðum leitum smella á keypta auglýsingu.

Að því sögðu þá er alveg ljóst að eftir miklu er að sækjast að vera efst í leit, auk þess eiga sum fyrirtæki ekki möguleika á því að auglýsa í gegnum Google Ads. Dæmi um slík fyrirtæki eru t.d. þau sem selja vörur eins og nikótínpúðar, ýmsa heilbrigðisþjónustu, sálfræðingar, ákveðin lyf, veðmálastarfsemi og fleira. Ef aðeins 10-30% af þeim sem eru að leita smella á keypta hlekki þá segir það sig sjálft að leitarvélabestun getur skipt sköpum í harðri samkeppni.