Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /home/olurinfo/public_html/crv.is/wp-content/plugins/unyson/framework/includes/option-types/typography-v2/class-fw-option-type-typography-v2.php on line 148

Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /home/olurinfo/public_html/crv.is/wp-content/plugins/unyson/framework/includes/option-types/typography-v2/class-fw-option-type-typography-v2.php on line 148
Mikilvægi þess að hlúa vel að Quality Score - Sérfræðingar í markaðssetningu á netinu

Mikilvægi þess að hlúa vel að Quality Score

Nýverið tókum við saman nokkur atriðið sem gott er að hafa í huga varðandi Google Ads. Nokkur af þeim atriðum taka á Quality Score og hvernig betri samræming leitar og upplifunar, getur skilað sér í lægri kostnaði og betri nýtingu á markaðssfé.

Í þessari grein ætlum við að kafa aðeins betur ofan í þessar pælingar varðandi Quality Score og sýna hve auðvelt er að ná árangri í gegnum raundæmi af íslensku fyrirtæki sem fékk aðstoð við Google Ads. Ef þitt fyrirtæki á í vandræðum með að ná árangri með Google Ads þá getum við kíkt yfir aðganginn og bent þér á hvað má betur fara.

Raundæmi: Íslensk vefverslun

Um leið og við rendum í gegnum aðganginn sáum við möguleika til umbóta og í kjölfarið var ýmislegt tekið í gegn. Aðalega var áhersla lögð á fjögur mikilvæg atriði til að ná skilgreindum markmiðum. Að neðan má sjá þau atriði og talnaefni um árangur þeirra breytinga.

Breytingar sem voru gerðar

  1. Þrengja leitarorð til að koma í veg fyrir ótengdar leitir
  2. Samræma leitorð og auglýsingar
  3. Bæta upplifun notenda á vef fyrirtækisins
  4. Bæta við neikvæðum leitarorðum (e. negative keywords) til að sía út óþarfa smelli

Árangur síðustu mánaða

Árangurinn stóð ekki á sér. Salan í gegnum Google auglýsingar óx um tæp 80% frá því að fyrstu breytingar voru gerðar og til dagsins í dag.

Sölur í gegnum Google Ads auglýsingar

Aukning í sölu segir þó langt frá því alla söguna enda eru aðrir mælikvarðar einnig mikilvægir. Ef aukning í sölu er aðeins jöfn aukinni eyðslu þá er tæplega hægt að tala um árangur nema að hagnaður sé á hverri sölu fyrir sig. Auk þess er mikilvægt að vera með góðar mælingar svo hægt sé að sjá hvort sala í gegnum Google Ads sé í raun bara að taka af annarri sölu í gegnum lífræna (e. organic) leit á Google. Ef það er raunin þá þarf að huga að breytingum.

Til að fylgjast með stöðu mála var Quality Score skráð á öll leitarorð í aðganginum m.t.t. birtinga, frá í lok janúar. Hér má sjá þróun Quality Score ásamt þróun kostnaðar á smell á sama tímabili (Jan – Maí 2020).

Kostnaður á smell, mældur í $ og Quality Score

Þó að Quality Score hafi aðeins aukist um tæp 7% þá hjálpar það að draga verulega úr kostnaði við hvern smell. Kostnaður á smell dróst saman um tæp 25% á sama tímabili samhliða hækkun á Quality Score.

Þetta einfalda raundæmi sýnir hve auðvelt og mikilvægt er að hlúa vel að Quality Score í Google Ads, því lítil breyting á því getur margborgað sig. Að lokum er hér graf yfir kostnað á hverja sölu hjá fyrirtækinu á sama tímabili og að ofan. Niðurstaðan er sú að samhliða því að sölur jukust í gegnum Google Ads þá lækkaði kostnaður á hvern smell og þar með kostnaður á hverja sölu.